Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   lau 06. júlí 2019 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Martin: Vildi ekki vera áfram í Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin mætti sínum fyrrum félögum í KR í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir úr Vesturbænum höfðu betur, 1-2, og átti Gary meðal annars skot í slá.

„Mér finnst frábært að vera byrjaður að spila aftur. Ég er sigurvegari og þess vegna er ég vonsvikinn með úrslitin. Við hefðum getað fengið stig úr þessum leik, þeir voru ekki mikið betri en við en á endanum voru það einstaklingsgæðin sem töldu," sagði Gary að leikslokum.

Hann komst nálægt því að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks en brenndi af góðu færi.

„Þetta er var dauðafæri, en svona er þetta þegar maður er ekki búinn að spila fótbolta í sex vikur. Hann hefði líklegast endað í netinu ef ég hefði verið búinn að spila eitthvað af viti í sumar. Ég hefði átt að skora en þetta klúður er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag."

Gary gat valið á milli nokkurra liða á Íslandi eftir misheppnaða dvöl hjá Val fyrri part sumars. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að hann valdi ÍBV.

„Ég kom hingað til að skora en í dag klúðraði ég tveimur færum. Okkur vantar sigurvegara, menn sem þrá að vinna. Ég geri mitt besta fyrir félagið, það er allt sem ég get gert.

„Ég valdi ÍBV því ég vildi ekki vera áfram í Reykjavík eftir það sem gerðist. Ég vildi ekki halda áfram að rekast á fólk, fyrrverandi liðsfélaga og aðra sem samþykkja ekki alvöru ástæðuna fyrir brottförinni.

„Hérna er hver einasti leikur eins og úrslitaleikur og ég þarf að leggja mig allan fram og halda einbeitingu. Ég hefði auðveldlega getað farið til annars félags en þá hefði ég kannski ekki verið 100% einbeittur. Mig vantaði að fara til félags þar sem ég er mikilvægur og þarf að leggja allt í sölurnar í hverjum leik."


Gary var að lokum spurður hvernig honum liði með hvernig var komið fram við hann hjá Val og hann sagðist ekki erfa neitt við neinn þar.

„Ég erfi þetta ekki við neinn hjá Val. Ég á góða vini þar og ber enn virðingu fyrir Óla jó sem þjálfara. Þetta var bara röng tímasetning og setti mig í slæma stöðu. Ég var ekki ánægður þegar þetta var að gerast."
Athugasemdir
banner
banner