Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 06. júlí 2021 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Ítalíu og Spánar: Emerson og Olmo byrja
Mynd: Getty Images
Undanúrslit Evrópumeistaramótsins hefjast í kvöld. Ítalía tekur á móti Spáni. Byrjunarliðin eru klár.

Ítalía gerir eina breytingu á liðinu sínu frá sigrinum gegn Belgíu í 8-liða úrslitum. Leonardo Spinazzola sleit hásin og er búinn að fara í aðgerð og verður frá í um sex mánuði. Emerson bakvörður Chelsea kemur inn í hans stað.

Spánn gerir þrjár breytingar á liðinu sínu frá sigrinum gegn Sviss eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitunum. Pau Torres, Alvaro Morata og Pablo Sarabia detta út úr liðinu en Eric Garcia, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal koma inn í liðið.

Leikurinn hefst kl 19:00, sigurvegarinn mætir annað hvort Englandi eða Dannmörku, sem mætast á morgun í seinni undanúrslitaleiknum, í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Ítalía: Donnarumma, Di Lorenzo, Bonucci, Chiellini, Emerson, Barella, Jorginho, Verratti, Chiesa, Immobile, Insigne

Spánn: Simon, Azpilicueta, Laporte, Garcia, Alba, Koke, Busquets, Pedri, Olmo, Torres, Oyarzabal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner