Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. júlí 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Kristins: Gott að hafa menn eins og hann og Stefán Árna
Theódór Elmar Bjarnason
Theódór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Elmar Bjarnason gekk til liðs við KR á föstudaginn. Upphaflega átti hann að byrja á bekknum gegn KA í gær en hann fór í byrjunarliðið stuttu fyrir leik þar sem Kennie Chopart gekk ekki heill til skógar.

KR sigraði leikinn 2-1 og Theodór Elmar lék allan leikinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir leikinn og var spurður út í Elmar.

„Hann átti erfitt fyrstu 20 mínúturnar, að finna réttu stöðuna, taktinn í íslenskum fótbolta og breytingarnar á því sem eru að koma heim eftir að hafa spilað erlendis í mörg mörg ár en svo fann hann taktinn sinn og spilaði virkilega vel eftir það."

Rúnar sagði að hann sé búinn að njóta sumarfrís og ekki búinn að æfa mikið.

„Þó svo að hann sé ekki búinn að æfa mikið, búinn að vera í sumarfríi, aðeins að æfa með okkur þá er hann í þannig líkamsástandi að hann getur alltaf hlaupið. Hann var ótrúlega duglegur.

Hann getur spilað fótbolta, haldið boltanum fyrir okkur. Það er gott að hafa svoleiðis menn eins og hann og Stefán Árna (Geirsson), strákar sem eru frábærir þegar þeir eru með boltann, geta haldið honum og passað uppá hann og við getum hvílt okkur á meðan."

Sjá einnig:
Kjartan um Elmar: Ég átta mig ekki alveg á því hvernig það er hægt
Rúnar: Furðulegt að markaskorari láti sig detta einn á móti markmanni
Athugasemdir
banner
banner