Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   þri 06. ágúst 2019 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Rooney: Kem með gæði inn í hópinn
Wayne Rooney mun ganga til liðs við Derby í janúar
Wayne Rooney mun ganga til liðs við Derby í janúar
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney samdi í dag við enska B-deildarfélagið Derby County en hann mun þó ekki ganga til liðs við félagið fyrr en í janúar.

Rooney er 33 ára gamall og er að spila sitt annað tímabil með D.C. United í MLS-deildinni en hann hefur verið í lykilhlutverki þar.

Hann mun yfirgefa liðið eftir tímabilið og gengur til liðs við Derby en hann gerði eins og hálfs árs samning og verður leikmaður auk þess sem hann verður í þjálfaraliðinu.

„Ég er fyrst og fremst leikmaður. Ég er enn með mikil gæði sem ég get komið með inn í hópinn. Ég vil koma inn í liðið, spila og hjálpa liðinu en ég vil einnig læra af Phillip Cocu og þjálfarateyminu hans til að öðlast reynslu þegar ég ákveð loks að leggja skóna á hilluna og taka skrefið í átt að þjálfun," sagði Rooney á blaðamannafundi í dag.

„Þegar þetta tækifæri kom upp þá varð ég að taka ákvörðun. Ég ræddi við Phillip í síma og eftir símtalið þá var ég ánægður með stöðuna og vildi koma hingað," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner