Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. september 2021 12:56
Fótbolti.net
Ekki á flæðiskeri stödd þegar kemur að miðvörðum
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er á ekki flæðiskeri statt með miðverði fyrir komandi landsliðsverkefni.

Landsliðshópurinn verður tilkynntur á eftir og verður áhugavert að sjá hvaða miðverðir verða í hópnum. Breiddin í þeirri stöðu er svo sannarlega góð.

Það var rætt um það málefni í Heimavellinum í síðustu viku. Mist Rúnarsdóttir spurði hvort Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, gæti komist í landsliðið.

„Við eigum bara svo fáránlega mikið af góðum miðvörðum," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari Fótbolta.net.

„Það er erfitt þegar þú ert með miðverði sem eru að spila á hærra 'leveli'," sagði fótboltaþjálfarinn Aníta Lísa Svansdóttir.

Mist nefndi einnig Örnu Sif Ásgrímsdóttur úr Þór/KA og Önnu Maríu Baldursdóttur úr Stjörnunni og miðvarðarpar Blika, Kristínu Dís Árnadóttur og Heiðdísi Lillýardóttur.

„Vá, hvað við eigum marga góða miðverði," sagði Guðmundur og velti því upp hvort íslenska liðið myndi stilla upp í þriggja manna vörn gegn Hollandi til að koma öllum þessum miðvörðum fyrir, og til að loka betur á Vivianne Miedema, markamaskínu Hollendinga.

„Nei, en Steini er mjög trúr sínum fræðum og hefur náð að gera vel með sitt upplegg. Maður sér ekki alveg að hann sé að fara að breyta," sagði Mist.

„En svo er spurning hvað við gerum á móti svona sterku liði," sagði Aníta Lísa.

Miðverðir sem koma líklega til greina:
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern
Ingibjörg Sigurðardóttir - Vålerenga
Guðný Árnadóttir - AC Milan
Guðrún Arnardóttir - Rosengård
Anna Björk Kristjánsdóttir - Inter
Sif Atladóttir - Kristianstad
Anna María Baldursdóttir - Stjarnan
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Þór/KA
Mist Edvardsdóttir - Valur
Heiðdís Lillýardóttir - Breiðablik
Kristín Dís Árnadóttir - Breiðablik
Natasha Anasi - Keflavík
Heimavöllurinn: Dauðafæri á Kópavogsvelli, Miedema mætir og miðvarðamergð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner