Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. september 2021 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Kristín Erna á leið til Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Erna Sigurlásdóttir er að hætta hjá Víkingi R. til að skipta yfir í ítalska boltann.

Kristín Erna greindi sjálf frá þessu í viðtali á vefsíðu Víkings í dag. Hún segist hafa notið tímans í Fossvoginum en nú sé kominn tími á næsta skref.

Víkingur endar í fjórða sæti Lengjudeildarinnar, með 28 stig úr 17 umferðum og einn leik eftir.

„Tíminn minn hjá Víking hefur verið einstakur og ég á varla orð til að lýsa því. Allt fólkið í kringum klúbbinn frábært, stelpurnar og þjálfarnir. Ég set mikla pressu á sjálfan mig að gera vel, stundum gengur það upp stundum ekki og ég held að það hafi gengið upp i þessu tilviki bæði vegna þess að ég var að skora og leggja upp mörk og ég held einnig að ég hafi ekki spilað svona góðan fótbolta í nokkur ár," sagði Kristín Erna.

Kristín er á leið til Trani í ítölsku C-deildinni samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner