Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 06. september 2022 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Ekkert baul, bara klapp þegar stelpurnar okkar mættu út á völl
Icelandair
Stelpurnar okkar eru mættar til leik.
Stelpurnar okkar eru mættar til leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi upphitun fyrir stórleik Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM.

Sigurliðið í leiknum fer beint á HM, en Íslandi dugir jafntefli til að komast á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Leikurinn fer fram á hinum glæsilega á Stadion Galgenwaard leikvangi í Utrecht. Hérna á leikvanginum er pláss fyrir tæplega 24 þúsund manns.

Það er búist við því að það verði um 20 þúsund manns á vellinum og verða Hollendingar í miklum meirihluta. Það verða um 150-200 Íslendingar á leiknum.

Það eru strax farin að myndast mikil læti á vellinum þegar meira en hálftími er í leik, en stuðningsmenn hollenska liðsins sýndu því virðingu þegar það mætti út á völl í upphitun; það var ekkert baul, bara klapp.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er í beinni textalýsingu hér á síðunni.
Athugasemdir
banner