Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. janúar 2023 17:26
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle: Isak fær tækifæri - Átta breytingar
Mynd: Newcastle

Næstsíðasti leikur kvöldsins í enska bikarnum fer fram í Sheffield. Þar eiga heimamenn í Sheffield Wednesday, sem leika í ensku C-deildinni, leik við sterkt lið Newcastle sem er á mikilli uppleið undir stjórn Eddie Howe.


Howe gerir átta breytingar á byrjunarliðinu sem náði markalausu jafntefli gegn Arsenal á Emirates leikvanginum í vikunni. Sven Botman, Sean Longstaff og Joelinton eru þeir einu sem halda sætum sínum í byrjunarliðinu.

Það verður áhugavert að fylgjast með Alexander Isak sem fær tækifæri í fremstu víglínu ásamt Jacob Murphy.

Liðin eigast við í 64-liða úrslitum bikarsins.

Sheffield Wed: Dawson, Palmer, Iorfa, McGuinness, James, Johnson, Dele-Bashiru, Byers, Vaulks, Windass, Smith

Newcastle: Dubravka, Manquillo, Lascelles, Botman, Lewis, S. Longstaff, Anderson, Ritchie, Murphy, Isak, Joelinton


Athugasemdir
banner
banner
banner