Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veðrið setur strik í reikninginn í stórum deildum í Evrópu
Úr leik Hertha og Bayern á föstudag sem fór fram þrátt fyrir snjókomu.
Úr leik Hertha og Bayern á föstudag sem fór fram þrátt fyrir snjókomu.
Mynd: Getty Images
Það snjóar ekki mikið á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi um þessar mundir en víðs vegar í Evrópu hafa snjókorn fallið.

Í London í Englandi hefur snjóað nokkuð og í Hollandi og Þýskalandi hefur þurft að fresta leikjum út af veðri.

Tveir leikir áttu að fara fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag en seinni leik dagsins á milli Werder Bremen og Arminia Bielefeld þurfti að fresta vegna mikillar snjókomu.

Þá er búið að fresta þremur leikjum í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi og í hollensku úrvalsdeildinni var öllum leikjum dagsins frestað, þar á meðal leik Ajax og Utrecht, út af slæmu veðri.

Núna er í gangi stórleikur Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en það virðist nú ekkert snjóa í Liverpool borg.


Athugasemdir
banner
banner