Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. mars 2018 12:24
Elvar Geir Magnússon
Fjolla í liði Kosóvó sem vann Norður-Írland
Fjolla er hér í treyju númer tvö.
Fjolla er hér í treyju númer tvö.
Mynd: Fótboltasamband Kosóvó
Kvennalandslið Kosóvó lauk keppni á alþjóðlegu móti í Alanya í Tyrklandi með því að vinna 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi í gær.

Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, lék með Kosóvó á mótinu en hún er byrjunarliðsmaður.

Alls lék Kosóvó fjóra leiki á mótinu; tapaði 0-6 gegn Frakklandi og 0-2 gegn Úkraínu en kláraði mótið með 1-1 jafntefli gegn Kasakstan á sunnudag og svo sigrinum í gær.

Sigur Kosóvó í gær hefði getað verið stærri en liðið klúðraði víti í leiknum.

Fjolla er fædd í Kosóvó, árið 1993, en fjölskylda hennar flutti til Íslands þegar hún var fimm ára gömul. Á sínum tíma lék Fjolla marga leiki með U19 og U17 ára landsliði Íslands. Síðasta sumar lék hún ekkert með Breiðabliki eftir að hafa slitið krossband.

Kosóvó fékk aðild að FIFA 2016 og var Fjolla í fyrsta sinn valin í landsliðið í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner