Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. júlí 2018 19:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
2. deild: Jafntefli fyrir austan - Tindastóll með sigur
Tindastóll nældi sér í þrjú stig í dag.
Tindastóll nældi sér í þrjú stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Síðari tveimur leikjum dagsins í 2.deild karla er nú lokið en fyrr í dag fengu Grótta og Vestri þrjú stig úr sínum leikjum.

Höttur og Völsungur mættust fyrir austan þar sem liðin skyldu jöfn. Höttur komst yfir á 19. mínútu leiksins en Völsungur jafnaði metin í síðari hálfleik úr víti og þar við sat.

Þá sigraði Tindastóll lið Hugins í botnbaráttuslag dagsins. Stefan Antonio Lamanna var í stuði í dag og setti fernu fyrir heimamenn. Huginn er í vondum málum eftir leik dagsins, á botninum með eitt stig. Tindastóll fer upp fyrir Víði og situr í 10. sæti deildarinnar með sjö stig.

Höttur 1-1 Völsungur
1-0 Daníel Steinar Kjartansson ('19)
1-1 Guðmundur ÓlI Steingrímson ('63, víti)

Tindastóll 5-1 Huginn
Mörk Tindastóls: Stefanio Antonio Lammana 4, Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner