Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. júlí 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Englands og Danmerkur: Eins og búist var við
Saka kemur inn.
Saka kemur inn.
Mynd: Getty Images
Það er mjög áhugaverður leikur framundan á Evrópumótinu þar sem England og Danmörk mætast í undanúrslitunum á Wembley.

Sigurliðið í kvöld mætir Ítalíu í úrslitaleiknum.

Gareth Southgate gerir eina breytingu frá 4-0 sigri Englands á Úkraínu. Bukayo Saka, leikmaðurinn ungi hjá Arsenal, kemur inn í liðið í stað nýjustu stjörnu Manchester United, Jadon Sancho.

Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, byrjar með sama lið og í 2-1 sigrinum á Tékklandi í átta-liða úrslitunum.

Hvernig fer í kvöld?

Byrjunarlið Englands: Pickford, Walker, Stones, Maguire, Shaw, Rice, Phillips, Mount, Sterling, Kane, Saka.

Byrjunarlið Danmerkur: Schmeichel, Stryger, Christensen, Kjaer, Vestergaard, Mæhle, Delaney, Højbjerg, Braithwaite, Dolberg, Damsgaard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner