Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 09:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
O'Shea þjálfar írska landsliðið áfram
Mynd: Getty Images
Írska knattspyrnusambandið hefur framlengt samning sinn við John O'Shea sem bráðabirgðaþjálfari karlalandsliðsins. Hann tók við því hlutverki eftir að Stephen Kenny hætti með liðið.

Sambandið tilkynnti í dag að O'Shea myndi stýra liðinu í vináttuleikjum gegn Ungverjalandi og Portúgal í júní.

O'Shea er 42 ára og tók við hlutverkinu í vetur, írska sambandið var í þjálfaraleit og átti að ráða nýjan þjálfara í apríl. Það var ekki gert, sambandið ætlar sér að taka lengri tíma í þjálfaraleitina.

O'Shea spilaði á sínum tíma 118 A-landsleiki fyrir Írland en hann er að hefja sinn þjálfaraferil. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari írska landsliðsins og einnig sem aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins. Hann var síðast aðstoðarþjálfari Wayne Rooney hjá Birmingham.

Á ferli sínum lék hann lengst af með Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner