Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 07. september 2021 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður þetta byrjunarlið Íslands á morgun?
Icelandair
Fær Andri Lucas tækifæri í byrjunarliðinu?
Fær Andri Lucas tækifæri í byrjunarliðinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason hefur staðið sig mjög vel.
Brynjar Ingi Bjarnason hefur staðið sig mjög vel.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Ísland spilar þriðja leik sinn í september á morgun er liðið fær Þýskaland í heimsókn.

Þetta verður alls ekki auðveldur leikur í verkefni sem hefur verið mjög erfitt, innan sem utan vallar.

Fótbolti.net telur mögulegt að byrjunarliðið verði svona á morgun:



Andri Lucas Guðjohnsen, 19 ára gamall sóknarmaður, átti mjög sterka innkomu gegn Norður-Makedóníu og skjótum við á að hann byrji sinn fyrsta A-landsleik á morgun.

Jóhann Berg Guðmundsson mun þá koma aftur inn í byrjunarliðið. Á miðsvæðinu - í þessu líklega byrjunarliði - eru Birkir Bjarnason og Guðlaugur Victor Pálsson með Albert Guðmundsson fyrir framan.

Það verður reynsla í bakvörðunum með aðeins minni reynslu í hjarta varnarinnar. Þá byrjar Rúnar Alex Rúnarsson í markinu áfram.
Athugasemdir
banner
banner