Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. október 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: 25 mismunandi leiðir að ná árangri
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarartitlunum fagnað.
Íslandsmeistarartitlunum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er þjálfari nýkringda Íslandsmeistara Víkinga og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Í hlaðvarpinu 24/7 í umsjón Begga Ólafs ræðir hann nálgunina sína sem þjálfari.

„Ungir leikmenn í dag, segjum að þú sért með 20-25 leikmenn í hópnum. Þetta eru allt metnaðargjarnir strákar. Þeir eru búnir að leggja líf sitt og sál í að verða fótboltamenn frá því þeir voru ungir svo þeir eru ekki að mæta á æfingar til að láta öskra á sig. Byrjum þar, það er aldrei að fara ganga upp. Þeir eru frekar að fara mæta á æfingu til að læra eða vera í samskiptum við félagana um að ná einu sameiginlegu markmiði sem vonandi að ná að vinna fótboltaleiki þannig öskur er ekki inn í myndinni, við getum gleymt því," sagði Arnar.

„Þú ert að vinna með 20-25 mismunandi einstaklinga og hvað er það sem fær viðkomandi til að ná þessu markmiði? Þú þarft svolítið að vera klókur til að finna það út. Sumir þurfa "arm on the shoulder" og aðeins að ræða við þá en aðrir þurfa ekki neinu að halda en þarft að fylgjast með þeim á hverri æfingu og grípa inn í ef þér finnst eitthvað vera að. Það má segja að það séu 25 mismunandi leiðir til ná árangri við lið."

„Mín reynsla þegar ég var atvinnumaður, þá var alltaf bara ein aðferð. Það var ekki einstaklingsmiðuð leið framkvæmdastjóra til að ná til leikmanna. Þetta var ein leið og það var að ná til hópsins. Á þeim tíma virkaði það kannski af því að tíðarandinn var öðruvísi, kynslóðir öðruvísi og mögulega vorum við sú kynslóð sem var síðust að samþykkja að það sé í lagi að það sé verið að öskra á mann."

„Þessir leikmann í dag vilja samt láta taka hart á sér, það er ekki þannig að þú sért góður vinur allan tímann en þeir þurfa svolítið að finna það að ábyrgðin er hjá þeim. Þeir þurfa finna það að ef þeir “step out of line” þá verða afleiðingar og þær eru ekki þannig að ég taki þá fund og útksýri málin heldur finna þeir sjálfir að þeir séu komnir út úr myndinni."

„Mér finnst það virka langbest að vera þessi leiðtogi sem nær að koma skilaboðum til leikmanna að þeir beri ábyrgð á sjálfum sér og þá erum við komnir í þá setningu frá Guardiola, fótboltinn er ekki að bíða eftir neinum. Ég er heldur ekki að bíða eftir neinum. Ef leikmaður sýnir það og sannar með sinni hegðun innan og utan vallar þá er ég maðurinn til að ýta honum áfram.”

„Ég held því fram að leikmenn viti alveg af hverju þeir eru ekki í liðinu. Ég veit að sú staða kemur upp að fjölskylda og vandamenn spyrja hvers vegna þú sért ekki í liðinu, þú sért svo frábær. Þú kannski tekur undir það en innst inni veistu af hverju þú ert ekki í liðinu. Við gefum okkur það að ef þjálfari vill vinna leiki þá velur hann sitt besta lið. Ef 1-2 leikmenn eru ekki í liðinu þá vita þeir ástæðuna innst inni. Oftar en ekki þá láta þeir utanaðkomandi umræðu hafa of mikil áhrif á sig í stað þess að taka aðeins til hjá sjálfum sér. Af hverju ætti þjálfarinn að vera á móti þér ef hann telur þig vera betri kost en Jón Jónsson sem situr við hliðina á þér? Þetta virkar ekki þannig."
sagði Arnar.

Þú getur hlustað og horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Í þættinum ræðir Arnar fótbolta, leiðtogahæfni, stöðuga uppfærslu á sjálfum sér, lærdóm frá erfiðleikum, auðmýkt, trúleysi, að hlusta og svo margt margt fleira.




Athugasemdir
banner
banner