Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hefur þjálfað Heidenheim í fjórtán ár - Framlengir til 2027
Frank Schmidt hefur þjálfað Heidenheim í fjórtán ár
Frank Schmidt hefur þjálfað Heidenheim í fjórtán ár
Mynd: EPA
Frank Schmidt, þjálfari þýska B-deildarfélagsins Heidenheim, skrifaði í gær undir sex ára framlengingu á samningi sínum við félagið.

Schmidt tók við Heidenheim árið 2007 og kom liðinu upp um tvær deildir á fyrstu sjö árunum.

Liðið hefur haldið sér í deildinni síðan og oft verið nálægt því að komast upp í efstu deild.

Hann er á fjórtánda ári sínu sem þjálfari liðsins og hefur nú framlengt samning sinn til næstu sex ára.

Það er því ágætis möguleiki á því að honum takist að þjálfa liðið í tvo áratugi en það er sjaldséð sjón í nútímafótbolta.

Í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar þótti það algengara að eiga langan þjálfaraferil með sama félaginu. Enski þjálfarinn Fred Everiss þjálfaði WBA í rúm 45 ár eða frá 1902 til 1948. Eftir seinni heimsstyrjöldina á franski þjálfarinn Guy Roux metið en hann þjálfaði Auxerre frá 1964 til ársins 2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner