Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. nóvember 2017 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allardyce segist ekki hafa rætt við Everton
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stundum kallaður Stóri Sam, segir það ekki rétt að hann hafi rætt við Everton, en í dag hafa nokkrir fjölmiðlar, þar á meðal Sky, sagt frá því að hann sé í viðræðum við Everton.

Hinn 63 ára gamli Allardyce segir þetta ekki rétt.

„Nei, svo er ekki," sagði Allardyce við Talksport, aðspurður um það hvort Everton hefði sett sig í samband.

Allardyce stýrði síðast Crystal Palace, en hann hætti störfum þar eftir síðasta tímabil. Hann er opinn fyrir því að snúa aftur í þjálfun.

„Þetta er eins og með allt annað, ef einhver hringir, þá mun ég auðvitað setjast niður og ræða málin; á því liggur enginn vafi."

Ronald Koeman var rekinn frá Everton á dögunum og David Unsworth hefur stýrt liðinu í síðustu fjórum leikjum.

Allardyce er ekki eini stjórinn sem Everton er að skoða. Á
óskalistanum eru einnig Diego Simeone, Marco Silva og Sean Dyche, sem hefur verið að gera magnaða hluti með Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner