Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 07. nóvember 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer frekar til Arsenal en að sitja á bekknum hjá Man City
Nabil Fekir.
Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
Nabil Fekir, leikmaður Lyon, mun fljótlega fara í annað lið.

Fekir sleit liðband árið 2015 og var lengi frá, en hann kom tvíefldur til baka. Á þessu tímabili hefur stjarna hans skinið hátt hjá Lyon, en hann hefur skorað 12 mörk í 15 leikjum á tímabilinu.

Fekir hefur vakið áhuga frá fjölda liða í Evrópu, en talið er að hann beini sjónum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur lengi hugsað um Arsenal, en árið 2015 sagði faðir hans að Fekir bæri mikinn hug til Lundúnaliðsins.

„Ef hann ákveður að yfirgefa Lyon, þá fer hann til Arsenal. Það er eina félagið sem mun hjálpa honum að þróa leik sinn, hjá Arsene Wenger," sagði faðir hans á sínum tíma.

„Hann fer ekki til Manchester City til að sitja á bekknum."

Fekir er góðvinur Alexandre Lacazette, sem yfirgaf Lyon í sumar og fór til Arsenal, en það mun klárlega hjálpa Arsenal að landa honum.
Hann og Lacazette mynduðu saman eitrað sóknarpar hjá Lyon á meðan þeir voru saman þar.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner