Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. nóvember 2018 16:15
Arnar Daði Arnarsson
Þórdís Hrönn samningslaus - Gæti yfirgefið Stjörnuna
Þórdís Hrönn gæti yfirgefið Stjörnuna.
Þórdís Hrönn gæti yfirgefið Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stoðsendingahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar, miðjumaðurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir varð samningslaus á dögunum og gæti yfirgefið Stjörnuna. Þetta staðfesti hún við Fótbolta.net í dag.

„Ég er í fríi þessa dagana og er að hugsa mín mál. Það gæti allt eins endað þannig að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Ég held öllu opnu," sagði Þórdís Hrönn í samtali við Fótbolta.net.

Hún var á dögunum valin í fyrsta landsliðshóp Jóns Þórs Haukssonar nýráðins þjálfara íslenska kvennalandsliðsins sem kemur saman á um helgina.

Þórdís sleit krossband um mitt sumar 2016 og lék því ekkert með Stjörnunni sumarið 2017. Í sumar lék hún hinsvegar 20 leiki með Stjörnunni í deild og bikar og skoraði í þeim leikjum níu mörk.

Þórdís Hrönn er uppalin í FH en gekk í raðir Breiðabliks árið 2008. Hún lék með Breiðablik til ársins 2014 en þá gekk hún í raðir Älta í Svíþjóð þar sem hún var markahæsti maður liðsins tvö ár í röð í sænsku 1. deildinni.

Tveir aðrir leikmenn Stjörnunnar eru samningslausir og íhuga sína stöðu en í dag tilkynntum við það að fyrirliði Stjörnunnar væri samningslaus.

Og í síðustu viku tilkynntum við að miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen hafi rift samningi sínum við Stjörnuna.

Kristján Guðmundsson tók við liði Stjörnunnar nýverið af Ólafi Guðbjörnssyni.



Athugasemdir
banner
banner