Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Ziyech bestur - Brewster fjarkaður
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hakim ZIyech var besti maður vallarins er Chelsea skoraði fjögur mörk gegn Sheffield United í dag.

Ziyech hefur litið afar vel út frá komu sinni í enska boltann og lagði hann tvö mörk upp í sigrinum gegn Sheffield, bæði komu þau eftir föst leikatriði. Þá átti hann nokkrar gullfallegar lykilsendingar í leiknum.

Ziyech fær 9 í einkunn frá Sky Sports og voru aðeins tveir leikmenn á vellinum sem komust nálægt honum í einkunnagjöfinni, samherjar hans Thiago Silva og Mateo Kovacic.

Enginn leikmaður Sheffield þótti standa sig sérlega vel en Aaron Ramsdale, Max Lowe og Rhian Brewster voru allir fjarkaðir.

Chelsea: Mendy (6), James (7), Thiago Silva (8), Zouma (7), Chilwell (7), Kante (7), Kovacic (8), Mount (7), Ziyech (9), Werner (7), Abraham (7)
Varamaður: Jorginho (6)

Sheffield: Ramsdale (4), Baldock (5), Basham (6), Egan (5), Stevens (5), Lowe (4), Berge (6), Norwood (5), Lundstram (5), McGoldrick (6), Brewster (4)
Varamenn: Osborn (5), McBurnie (5)



Eberechi Eze var þá besti maður vallarins er Crystal Palace skoraði fjögur gegn Leeds United.

Eze skoraði laglegt mark beint úr aukaspyrnu og lagði einnig upp í 4-1 sigri. Hann fær 9 í einkunn og eru aðeins tveir leikmenn sem fá 8, Cheickhou Kouyate og Scott Dann í vörninni.

Patrick Bamford og Mateusz Klich voru bestu leikmenn Leeds en Helder Costa og Pascal Struijk voru verstir.

Crystal Palace: Guaita (7), Clyne (7), Kouyate (8), Dann (8), Van Aanholt (7), Townsend (7), Riedewald (7), McArthur (7), Eze (9), Ayew (7), Zaha (7).
Varamaður: Schlupp (6)

Leeds: Meslier (6), Ayling (6), Koch (6), Cooper (6), Alioski (6), Struijk (5), Helder Costa (5), Klich (7), Dallas (6), Harrison (6), Bamford (7).
Varamenn: Roberts (6), Raphinha (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner