Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 08:30
Victor Pálsson
Laudrup: Eriksen þarf að reyna eitthvað nýtt
Mynd: Getty Images
Michael Laudrup, goðsögn danska landsliðsins, vill sjá landa sinn Christian Eriksen finna sér nýtt félag og það sem fyrst.

Eriksen spilar í dag með Inter Milan á Ítalíu en hefur farið hægt af stað eftir komu frá Tottenham á Englandi.

Daninn er ekki alveg að finna sig á San Siro og er möguleiki á að hann færi sig um set á næsta ári.

„Ég trúi ekki að hann henti ekki ítölskum bolta. Hann er augljóslega frábær leikmaður," sagði Laudrup.

„Hann er með tvo miðjumenn fyrir aftan sig og risa eins og Romelu Lukaku fyrir framan sig og Lautaro Martinez sem er tæknilega góður."

„Það er þó mikið sem getur valdið þessu. Bæði andlega og menningarlega séð. Ég trúi þó ekki að hann geti ekki aðlagst taktíkinni."

„Ég held að Eriksen gæti þurft að skoða sig um og reyna eitthvað nýtt en það er ekki auðvelt heldur. Það er erfitt að finna félag sem er reiðubúið að borga mikið fyrir hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner