Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barca skoraði fimm - Messi breytti leiknum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona 5 - 2 Real Betis
1-0 Ousmane Dembele ('22)
1-0 Antoine Griezmann, misnotað víti ('33)
1-1 Antonio Sanabria ('45)
2-1 Antoine Griezmann ('49)
3-1 Lionel Messi ('61, víti)
3-2 Loren ('73)
4-2 Lionel Messi ('82)
5-2 Pedri ('90)
Rautt spjald: Aissa Mandi, Betis ('60)

Barcelona vann langþráðan sigur í spænsku deildinni er liðið tók á móti Real Betis í dag.

Ousmane Dembele gerði laglegt opnunarmark og klúðraði Antoine Griezmann vítaspyrnu í jöfnum fyrri hálfleik. Betis verðskuldaði jöfnunarmarkið sem Antonio Sanabria skoraði skömmu fyrir leikhlé. Lionel Messi kom inn í leikhlé og breytti leiknum.

Griezmann lét fyrirgefa sér vítaspyrnuklúðrið með marki í upphafi síðari hálfleiks en Messi lék stóran þátt í markinu með skemmtilegri gabbhreyfingu.

Varnarmaðurinn Aissa Mandi bjargaði svo á marklínu fyrir Betis en notaði hendina. Hann var því rekinn af velli og í þetta skiptið fékk Messi að stíga á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Loren minnkaði muninn aftur niður í eitt mark en Messi tvöfaldaði forystuna á nýjan leik eftir laglegt samspil við Sergi Roberto. Pedri gerði endanlega út af við leikinn með fimmta marki Börsunga á lokamínútunum.

Tíu leikmenn Betis réðu ekkert við Messi og félaga. Barca er komið með 11 stig eftir 7 umferðir, fimm stigum eftir Real Madrid.

Huesca 1 - 1 Eibar
0-1 E. Burgos ('38)
1-1 Rafa Mir ('67)

Fyrr í dag áttust Huesca og Eibar við í neðri hluta deildarinnar og úr varð mikill baráttuleikur.

Eibar leiddi í hálfleik en lokatölur urðu 1-1. Eibar er með 9 stig eftir 9 umferðir. Huesca er með 6 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner