Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð spilaði rúman hálftíma - Leipzig á toppinn
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
RB Leipzig er á toppnum.
RB Leipzig er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason spilaði rúman hálftíma þegar Augsburg tapaði 3-0 fyrir Hertha Berlín á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni.

Matheus Cunha kom Hertha yfir á 44. mínútu úr vítaspyrnu og bætti Dodi Lukebakio við öðru marki snemma í seinni hálfleiknum. Alfreð kom inn á í stöðunni 2-0, en Augsburg náði ekki að koma sér af alvöru inn í leikinn. Alfreð er að stíga upp úr meiðslum.

Krzysztof Piatek gerði þriðja mark Hertha áður en flautað var til leiksloka og lokatölur 3-0. Augsburg er í níunda sæti með tíu stig og Hertha er í tólfta sæti með sjö stig.

Framundan hjá Alfreð er mikilvægasti landsleikur ársins þegar við mætum Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM. Sá leikur fer fram í næstu viku en Ísland undirbýr sig fyrir leikinn í Þýskalandi á æfingasvæði Augsburg.

Lærisveinar Julian Nagelsmann í RB Leipzig eru á toppnum eftir 3-0 sigur á Freiburg. Leipzig er með einu stigi meira en Bayern og Dortmund sem mætast á eftir.

Hér að neðan má sjá úrslit í leikjunum sem voru að klárast.

RB Leipzig 3 - 0 Freiburg
1-0 Ibrahima Konate ('26 )
2-0 Marcel Sabitzer ('70 , víti)
3-0 Angelino ('89 )

Union Berlin 5 - 0 Arminia Bielefeld
1-0 Keita Endo ('3 )
2-0 Robert Andrich ('13 )
3-0 Sheraldo Becker ('45 )
4-0 Max Kruse ('52 , víti)
5-0 Cedric Teuchert ('89 )

Mainz 2 - 2 Schalke 04
1-0 Daniel Brosinski ('6 , víti)
1-1 Mark Uth ('36 )
2-1 Jean-Philippe Mateta ('45 , víti)
2-2 Jeremiah St Juste ('82 , sjálfsmark)

Augsburg 0 - 3 Hertha
0-1 Matheus Cunha ('44 , víti)
0-2 Dodi Lukebakio ('51 )
0-3 Krzysztof Piatek ('86 )

Stuttgart 2 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Nicolas Gonzalez ('17 , víti)
2-0 Gonzalo Castro ('37 )
2-1 Andre Silva ('61 )
2-2 David Angel Abraham ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner