Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. janúar 2023 15:51
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Chelsea: Alvarez byrjar - Haaland og De Bruyne á bekknum
Mynd: EPA

Enski bikarinn heldur áfram að rúlla þessa helgina en klukkan 16:30 er stórleikur á dagskrá á Etihad vellinum í Manchester borg.


Liðin mættust í deildarkeppninni í miðri viku en þar vann Man City með einu marki gegn engu þar sem Riyad Mahrez gerði sigurmarkið í síðari hálfleiknum eftir stoðsendingu frá Jack Grealish. Þeir komu báðir inn á sem varamenn í þeim leik.

Gengi Chelsea undir Graham Potter hefur ekki verið gott en liðið situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með stendur á meðan Man City er í því öðru.

Pep Guardiola, stjóri Man City, byrjar með þá Phil Foden, Julian Alvarez, Riyad Mahrez og Cole Palmer alla í byrjunarliðinu.

Erling Haaland og Kevin De Bruyne eru á bekknum

Graham Potter, stjóri Chelsea, stillir upp Mason Mount í byrjunarliðinu en hann var meiddur í deildarleiknum.

Þá eru þeir Fofana og Badiashile á bekknum.

Manchester City: Ortega Moreno, Walker (C), Akanji, Laporte, Gomez, Rodrigo, Bernardo, Palmer, Mahrez, Alvarez, Foden
(Varamenn: Ederson, Phillips, Stones, Ake, Cancelo, Gundogan, Haaland, De Bruyne, Lewis).

Chelsea: Kepa, Humphreys, Chalobah, Koulibaly, Hall, Jorginho (C), Kovacic, Ziyech, Gallagher, Mount, Havertz.
(Varamenn: Bettinelli, Azpilicueta, Badiashile, Cucurella, Thiago Silva, Chukwuemeka, Zakaria, Hutchinson, Fofana.)


Athugasemdir
banner
banner
banner