Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. mars 2018 17:24
Elvar Geir Magnússon
Nafnið dregið upp úr hatti og hann samdi við Liverpool
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, 19 ára leikmaður Liverpool, hefur sagt frá því hvernig heppni kom ferli sínum hjá félaginu í gang.

Strákurinn hefur spilað 21 leik í öllum keppnum á þessu tímabili og hefur skorað þrívegis.

Í viðtali við FourFourTwo segir hann frá fyrstu kynnum sínum af Liverpool en félagið bauð skólakrökkum í borginni að koma á æfingu. Áhuginn var það gríðarlegur að ekki var pláss fyrir alla að koma.

„Það var ekki pláss fyrir alla í bekknum sem vildu fara svo nöfn voru dregin upp úr hatti. Ég var það heppinn að mitt nafn kom upp svo ég fékk að mæta og spilaði með bros á vör. Eftir æfinguna kom starfsmaður Liverpool til mömmu og bauð henni að mæta með mig í akademíuna," segir Alexander-Arnold.

Hann bjó rétt hjá æfingasvæði Liverpool í æsku og var vanur því að klifra upp á grindverk til að fylgjast með hetjum félagsins æfa.

„Ég man eftir því þegar öll fjölskyldan kom á heimili okkar til að horfa á Meistaradeildarúrslitaleikinn 2005. Frá því kvöldi hef ég alltaf átt þann draum að lyfta bikurum með Liverpool og fagna á sama hátt og við gerðum heima þetta kvöld."
Athugasemdir
banner
banner