Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. mars 2020 10:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þeir tveir með McTominay mynda óstöðvandi miðju"
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes hefur komið frábærlega inn í lið Manchester United en hann var keyptur frá Sporting í janúar.

Paul Pogba hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann glímir við meiðsli um þessar mundir en er sagður byrja að æfa með liðinu í þessari viku.

Tim Sherwood tjáði sig um miðjuna hjá United í gær og segir hana geta orðið stöðvandi. „Þeir tveir (Pogba og Fernandes) með McTominay mynda óstöðvandi miðju."

„McTominay situr sem 'sexa' með tvær 'áttur' fyrir framan sig í Pogba og Fernandes."

„Þegar Rashford verður einnig orðinn heill þá getur þetta lið staðist öllum liðum snúning,"
bætti Sherwood við.

Pogba og Rashford verða ekki með í dag þegar United fær Manchester City í heimsókn á Old Trafford. Leikurinn hefst klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner