Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. júní 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Málfríður kemur sterk inn - „Geggjað fyrir Stjörnuna"
Málfríður Erna í leik með Val.
Málfríður Erna í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málfríður Erna Sigurðardóttir byrjaði nýverið að spila aftur með Stjörnunni.

„Það var nýtt andlit komið í miðvörðinn hjá Stjörnunni," sagði Mist Rúnarsdóttir í síðasta þætti af Heimavellinum.

„Ég held hún hafi bara verið búin að mæta á eina æfingu, sett í byrjunarliðið og spilaði 90 mínútur," sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir.

Málfríður, sem á að baki 33 A-landsleiki, gekk í raðir Stjörnunnar frá Val seint á síðustu leiktíð og spilaði fjóra leiki í Pepsi Max-deildinni. Hún spilaði með Stjörnunni í 2-1 tapi gegn ÍBV í Mjólkurbikarnum í fyrsta leik sínum í sumar í síðustu viku. Hún er á 37. aldursári.

„Það er geggjað fyrir Stjörnuna að hafa hana ef hún ætlar að vera áfram, ég geri fastlega ráð fyrir því," sagði Lilja.

Málfríður spilaði einnig gegn Fylki á sunnudag, í 1-2 sigri. Þar var hún maður leiksins að mati Brynjars Óla Ágústssonar, fréttaritara Fótbolta.net á vellinum.
Heimavöllurinn: Írarnir koma, U19 í þjálfaraleit og bikarblaður
Athugasemdir
banner