Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. júní 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Spánverjar verða bólusettir á morgun
Fjölgað í æfingahópnum eftir smit Busquets
Luis Enrique, þjálfari Spánverja.
Luis Enrique, þjálfari Spánverja.
Mynd: EPA
Spánn hefur kallað sex leikmenn inn í æfingahóp sinn fyrir EM alls staðar eftir að Sergio Busquets greindist Covid-19 smitaður.

Spánverjar hættu við síðasta æfingaleik sinn fyrir mótið vegna stöðunnar en liðið átti að mæta Litháen. Spænska U21 liðið mun spila leikinn í staðinn.

Spænska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að allir leikmenn og starfsmenn sem séu nú í sóttkví hafi greinst neikvæðir í skimunum. Jose Manuel Rodriguez, íþróttaráðherra Spánar, segir að leikmenn spænska liðsins verði bólusettir á morgun.

Kepa Arrizabalaga markvörður Chelsea, Rodrigo Moreno framherji Leeds og Pablo Fornals miðjumaður Leeds eru meðal þeirra sex sem kallaðir hafa vrið inn í æfingahópinn.

Hinir eru Carlos Soler (Valencia), Brais Mendez (Celta Vigo) og Raul Albiol (Villarreal). Þessir leikmenn eru til taks ef fleiri smit greinast í leikmannahópi Spánar.

Spánn er í riðli á EM og mætir Svíþjóð í fyrsta leik þann 14. júní. Eftir leikinn gegn Svíþjóð mun Spánn mæta Póllandi 19. júní og svo Slóvakíu fjórum dögum síðar.

Hér má hlusta á sérstakan upphitunarþátt fyrir mótið:
EM alls staðar - Upphitunarþáttur fyrir fótboltaveisluna
Athugasemdir
banner
banner