Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 08. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grabban til Nottingham Forest (Staðfest)
Grabban spilaði með Aston Villa á síðustu leiktíð.
Grabban spilaði með Aston Villa á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest var að festa kaup á sóknarmanninum Lewis Grabban. Hann kemur frá Bournemouth, liði sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Forest spilar í Championship-deildinni, næst efstu deildinni á Englandi.

Samningurinn gildir til fjögurra ára en kaupverðið er ekki gefið upp. Það er sagt vera 6 milljónir punda.

Hinn þrítugi Grabban var ekki inn í myndinni hjá Bournemouth og var honum því leyft að fara.

Grabban spilaði með Sunderland og Aston Villa á láni í fyrra. Hann skoraði 20 mörk í 28 byrjunarliðsleikjum í Championship-deildinni.

Hann ætti því að reynast góður liðsstyrkur fyrir Nottingham Forest sem hefur verið að styrkja sig vel í sumar og ætlar sér greinilega stóra hluti á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner