Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 08. júlí 2019 11:08
Magnús Már Einarsson
Yngvi Borgþórs hættur með Tindastól
Yngvi Magnús Borgþórsson í leik með ÍBV á sínum tíma.
Yngvi Magnús Borgþórsson í leik með ÍBV á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Yngvi Magnús Borgþórsson hafa komist að samkomulagi að Yngvi hætti störfum sem þjálfari liðsins en þetta kemur fram í fréttatilkynningu í dag.

Yngvi tók við Tindastóli síðastliðinn vetur en liðið er án sigurs með tvö stig í langneðsta sætinu í 2. deildinni eftir tíu umferðir. Tíu stig eru upp í öruggt sæti í deildinni.

Yngvi er fyrrum leikmaður ÍBV en hann hefur þjálfað Einherja og Skallagrím undanfarin ár.

Arnar Skúli Atlason, sem hefur lengi leikið með Tindastóli, mun taka við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum manni inn í þjálfarateymi meistaraflokks.

Næsti leikur Tindastóls er gegn ÍR á heimavelli á föstudaginn.

Fréttatilkynning frá Tindastóli
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Yngvi Magnús Borgþórsson hafa komist að samkomulagi að Yngvi hætti störfum sem þjálfari liðsins. Arnar Skúli Atlason, sem var Yngva til aðstoðar undanfarnar vikur, mun taka við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum manni inni í þjálfarateymi meistaraflokks. Þrátt fyrir að staða liðsins sé mjög erfið hefur enginn lagt árar í bát og ætlunin er að styrkja liðið fyrir komandi átök, bæði innan frá og utan frá.

Knattspyrnudeild Tindastóls vill koma á framfæri þökkum til Yngva fyrir sín störf í þágu knattspyrnunnar á Sauðárkróki, þar fer drengur góður sem lagði sig allan í verkefnið. Öllum ætti að vera ljóst að hann ber ekki einn ábyrgð á gengi liðsins en það er von stjórnar að með þessari breytingu að gengi liðsins innan vallar verði betra.
Knattspyrnudeild Tindastóls
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner