Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. júlí 2021 23:27
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Árborg skoraði tólf - Stöðvuðu Hamar
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fimm leikir fram í 4. deild karla í kvöld og eru úrslitin hér fyrir neðan. Árborg skoraði tólf mörk gegn Afríku þar sem Guðmundur Garðar Sigfússon setti fernu á síðasta hálftímanum.

Fyrirliðinn Hartmann Antonsson fór einnig á kostum með þrennu og var þetta auðvelt fyrir Árborg sem er í öðru sæti A-riðils. Þar er liðið þó átta stigum eftir toppliði Kría sem er með fullt hús stiga eftir átta umferðir.

Uppsveitir stöðvuðu þá sigurgöngu Hamars í Suðurlandsslag í B-riðli. Liðin skildu jöfn og er Hamar í harðri toppbaráttu við KH.

Í C-riðli unnu KÁ og Ýmir góða sigra en toppbaráttan þar er gríðarlega þétt. Aðeins fimm stig skilja fimm efstu lið riðilsins að.

Að lokum skoraði Léttir þrjú mörk í sigri gegn KB í D-riðli. Þar er Léttir í þriðja sæti, tveimur stigum eftir toppliðunum.

A-riðill:
Afríka 0 - 12 Árborg
0-1 Andrés Karl Guðjónsson ('17)
0-2 Hartmann Antonsson ('24)
0-3 Hartmann Antonsson ('34)
0-4 Aron Freyr Margeirsson ('43)
0-5 Sveinn Kristinn Símonarson ('52)
0-6 Guðmundur Garðar Sigfússon ('62)
0-7 Guðmundur Garðar Sigfússon ('64)
0-8 Sveinn Kristinn Símonarson ('64)
0-9 Pavel Nazarov ('71, sjálfsmark)
0-10 Hartmann Antonsson ('80)
0-11 Guðmundur Garðar Sigfússon ('87)
0-12 Guðmundur Garðar Sigfússon ('91)

B-riðill:
Uppsveitir 1 - 1 Hamar
1-0 Carlos Javier Castellano ('39)
1-1 Atli Þór Jónasson ('63)
Rautt spjald: Guðjón Örn Sigurðsson, Uppsveitir ('61)
Rautt spjald: Kristjan Örn Marko Stosic, Hamar ('71)

C-riðill:
Álafoss 0 - 5 KÁ
Markaskorara vantar

Ýmir 5 - 2 Björninn
Markaskorara vantar

D-riðill:
Léttir 3 - 0 KB
1-0 Jón Gísli Ström ('39)
2-0 Þorleifur Sigurlásson ('57)
3-0 Guðmundur Gunnar Sveinsson ('74)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner