Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. október 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Yfirmaður íþróttamála hjá Lille: Mourinho þurfti hjálp
Jose Mourinho fékk litla hjálp segir Campos
Jose Mourinho fékk litla hjálp segir Campos
Mynd: Getty Images
Luis Campos, yfirmaður íþróttamála hjá Lille, segir að enska félagið Manchester United þurfi á hjálp að halda þegar það kemur að leikmannamálum.

Campos er ekki nafn sem margir kannast við en hann hefur hins vegar umbreytt bæði Mónakó og Lille.

Hann var njósnari hjá Real Madrid frá 2012-2013 áður en hann tók við stöðu sem yfirmaður íþróttamála hjá Mónakó sumarið 2013 en hann fann hæfileikaríka menn á borð við Anthony Martial, Fabinho, Bernardo Silva, Thomas Lemar og Benjamin Mendy á tíma sínum þar.

Hann fór til Lille árið 2016 og var ekki lengi að breyta gengi liðsins en hann uppgötvaði þar Nicolas Pepe og þá hafa menn á borð við Jonathan Ikone, Rafael Leao og nú Victor Osimhen sem er að raða inn mörkum.

Campos er á þeirri skoðun að enska félagið Manchester United þurfi að ráða inn yfirmann íþróttamála til að styðja betur við stjórann.

„Ég tala við Jose Mourinho í hverri viku og stundum á hverjum degi og ég sá að með Jose þá átti hann í erfiðleikum í Manchester því félagið er með aðra hefð, sem ég virði auðvitað," sagði Campos.

„Ef þjálfarinn er einn þá er hann auðvelt skotmark og þarf hjálp. Það þurfa allir hjálp í fótbolta og það er ekki hægt að gera hlutina einn. Manchester United er frábær klúbbur með frábæra sögu en það er erfitt að skilja það sem gerðist hjá félaginu."

„Það er erfitt að horfa upp á þetta en erfiðleikarnir koma því það er eitt vandamál. Það þarf meiri næmni. Það er mikilvægt að vinna saman með íþróttamálin og fjárhag. Ef þú vinnur ekki með þetta saman þá fer allt í vitleysu."

„Ég þekki vel ástandið hjá Manchester United og öðrum félögum en öll félög þurfa yfirmann íþróttamála því þjálfarinn þarf tíma til að undirbúa sig fyrir næsta leik og ofuregó leikmanna. Hann þarf fólk með næmni. Þessi staða er mikilvæg og auðvitað veit ég að ég gæti hjálpað félaginu en ég virði stefnu félagsins. Í nútíma fótbolta er hins vegar þörf á að hafa yfirmann íþróttamála og ef maður er með hann og þá hefur maður þessa næmni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner