Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. október 2020 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Ánægður með allt - Eins og það væru 6 þúsund á vellinum
Icelandair
Hamren glaður.
Hamren glaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var virkilega ánægður með 2-1 sigur gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir Evrópumótið næsta sumar.

„Ég er virkilega ánægður. Þetta var mjög mikilvægur sigur og við unnum. Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum," sagði Hamren í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Í svona leik þar sem að úrslitin ráðast á smáatriðin var mikilvægt að skora fyrsta markið."

„Mér fannst við vera með leikinn í höndunum áður en vítið kom. Ég hef ekki séð það atvik aftur. Við urðum stressaðir eftir það, en við náðum að hindra það að þeir fengu góð færi," sagði Hamren.

„Við höfum talað um það að vera þéttir sem lið, pressa hátt þegar við fáum tækifæri til þess og lágt þegar þeir komast í gegnum pressuna. Gylfi skorar tvö frábær mörk og var óheppinn að skora ekki eitt til viðbótar. Ég er ánægður með allt."

Það voru 60 stuðningsmenn Íslands á vellinum í kvöld. Hamren var ánægður með stuðninginn.

„Ég verð að þakka þeim. Það hljómaði eins og það væru að minnsta kosti 6 þúsund stuðningsmenn á vellinum."

Við mætum Ungverjalandi í úrslitaleiknum um sæti á EM. Undirbúningur fyrir þann leik er hafinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner