Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 08. október 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 18 ára Ísak Bergmann með sitt fyrsta landsliðsmark
Icelandair
Ísak var að jafna metin!
Ísak var að jafna metin!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland.

Hann var að jafna metin gegn Armeníu í leik sem er á Laugardalsvelli, í undankeppni HM.

„Geggjuð skipting frá Alberti beint á Birki Má sem gerir vel að koma sér inn á teiginn. Finnur þar Ísak dauðafrían í teignum sem bregst ekki bogalistinn og setur boltann í netið af markteigslínunni," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Fram kom í útsendingu RÚV að Ísak Bergmann væri yngsti markaskorari í sögu A-landsliðsins. Hann væri að bæta met föðurbróður síns, Bjarna Guðjónssonar. Það eru óstaðfestar heimildir.

Hægt er að sjá markið hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner