Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. október 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sprenghlægileg saga Gumma: Albert lék Willum í FIFA og las yfir mönnum
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi og Willum saman hjá Val.
Gummi og Willum saman hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Guðmundur Benediktsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá í vikunni og rifjaði þar upp skemmtilegt atvik sem tengdist syni hans Alberti Guðmundssyni.

Albert var mikið í kringum lið KR þegar Gummi var að spila með liðinu og var Willum Þór Þórsson þjálfari liðsins. Willum átti það greinilega til að láta menn aðeins heyra það þegar ekki gekk nægilega vel.

„Ég var að æfa hjá KR og við bjuggum hinu megin við götuna. Albert kom ótrúlega oft með á æfingar. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt frá því einhvern tímann en eins og mörg börn þá átti hann PlayStation leikjatölvu."

„Einn daginn er ég heima, ég er inni í eldhúsi og ég heyri í Alberti inni í herberginu sínu. Það er allt að verða vitlaust, hann er trylltur og ég rík niður og inn í herbergi og hugsa hvað sé að gerast hérna,"
sagði Gummi.

„Þá kemur í ljós að það er hálfleikur í FIFA og hann er Willum. Og hann er trylltur. Hann var búinn að vera á öllum æfingum í KR og hann var að láta alla heyra það. Það voru engin smá læti."

„Hann var búinn að alast upp við þetta að ef Willum var ósáttur þá lét hann heyra í sér."

„Þarna var hann ósáttur í hálfleik við leikmennina og lét þá alla heyra það,"
sagði Gummi.



Athugasemdir
banner