Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. nóvember 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anelka byrjaður að þjálfa
Mynd: Getty Images
Fyrrum franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka er byrjaður að þjálfa en hann hefur tekið upp þjálfunarhlutverk hjá Lille í Frakklandi.

Á ferli sínum spilaði Anelka meðal annars með Paris Saint-Germain, Real Madrid, Arsenal og Chelsea. Hann lék síðast með Mumbai City á Indlandi fyrir þremur árum.

Anelka er núna byrjaður að vinna hjá Lille en hann verður sóknarþjálfari hjá unglingaliðum félagsins.

„Nicholas er mjög áhugasamur. Hann vill vera fyrir utan sviðsljósið og þjálfa unga leikmenn okkar í sóknarleik. Í augnablikinu vill hann ekki þjálfa eldri leikmenn félagsins," sagði Christophe Galtier, þjálfari Lille.

Lille er í frönsku úrvalsdeildinni og er liðið í augnablikinu í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner