Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. nóvember 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland: Ég verð að skora meira
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland er mikilvægur hlekkur í liði Borussia Dortmund og leiddi sóknarlínuna í risaslagnum gegn FC Bayern í gær.

Kraftur og hraði Haaland voru augljósir en hann átti erfitt uppdráttar fyrir framan markið og klúðraði nokkrum góðum færum. Honum tókst þó að skora eitt laglegt mark og er kominn með 6 mörk í 6 deildarleikjum.

Haaland var fljótasti maður vallarins og tók einn svakalegan sprett þar sem hann mældist á rétt tæpum 35km hraða. Dortmund tapaði leiknum gegn Bayern 2-3 og var Haaland svekktur með að hafa ekki skorað meira þegar hann mætti í stutt viðtal að leikslokum.

„Ég verð að skora meira. Ef við nýtum ekki færin þá getum við ekki unnið í þessum gæðaflokki. Bayern er besta lið í heimi og við verðum að leggja mikið á okkur til að taka næsta skref og verða jafn góðir og þeir," sagði Haaland.

Robert Lewandowski, besti leikmaður heims, var stjarnan þar sem hann skoraði og lagði upp. Hann kom knettinum þrisvar í netið en tvö mörk voru ekki dæmd gild vegna rangstöðu.

Dortmund er í þriðja sæti þýsku deildarinnar, með 15 stig eftir 7 umferðir. Bayern trónir á toppinum með 18 stig.

Haaland er 20 ára gamall og hefur raðað inn mörkunum með RB Salzburg, Dortmund og norska landsliðinu undanfarið ár. Hann er í dag talinn sem einn af bestu sóknarmönnum heims en hann spilaði fyrir Molde þar til fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner