Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. nóvember 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Henry ánægður með Arteta: Þetta tók Klopp nokkur ár
Mynd: Getty Images
Thierry Henry er goðsögn hjá Arsenal og var hann spurður um álit sitt á Mikel Arteta sem tók við félaginu fyrir tæplega ári.

Arsenal hefur ekki verið að ná í sérstök úrslit undir stjórn Arteta en gengið hefur farið skánandi og vann liðið enska bikarinn í sumar.

Henry biður stuðningsmenn um þolinmæði og bendir á að Jürgen Klopp þurfti mikinn tíma til að gera Liverpool samkeppnishæft um Englandsmeistaratitilinn.

„Mikel er að gera góða hluti. Hann er að byggja lið og það gerist ekki yfir nóttu. Ég nota Klopp alltaf sem samanburð því hann átti erfitt uppdráttar þegar hann tók við Liverpool. Það tók hann nokkur ár að búa til samkeppnishæft lið og var mikið gagnrýndur fyrir að geta ekki haldið í forystu. Í dag bera allir ómælda virðingu fyrir honum," sagði Henry.

„Það er erfitt að koma inn sem arftaki Arsene Wenger en ég sé mjög góð merki hjá leikmönnum Arsenal eftir að Mikel tók við. Núna þarf hann að eiga við Özil og aðra leikmenn og finna nýja menn til að styrkja hópinn. Þetta mun taka tíma, sérstaklega núna þegar samkeppnin í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið harðari."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner