Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 08. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Reus klúðraði á lokamínútunum gegn Bayern
Mynd: Getty Images
Þýskalands- og Evrópumeistarar FC Bayern lögðu Borussia Dortmund að velli í toppslag þýska boltans í gær.

Leikurinn var afar fjörugur og var staðan 2-3 fyrir Bayern á lokakaflanum þegar Marco Reus fékk kjörið tækifæri til að jafna.

Reus, sem gerði fyrsta mark leiksins, var í dauðafæri en hitti boltann ekki nægilega vel. Fyrirgjöf frá vinstri kanti rataði beint á vinstri fótinn hans Reus sem þurfti að skjóta viðstöðulaust.

Boltinn þaut yfir markið og eru stuðningsmenn Dortmund svekktir út í framherjann sinn. Þeir telja leikmann í heimsklassa eiga að skora úr svona færi á ögurstundu. Atvikið má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner