Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 09. janúar 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Borini til Hellas Verona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Fabio Borini hefur staðfest að sóknarmaðurinn hafi ákveðið að ganga í raðir Hellas Verona. Hann yfirgefur AC Milan eftir tvö og hálft tímabil á San Siro.

Calciomercato.com segir að Borini, sem er fyrrum leikmaður Sunderland, hafi gert sex mánaða samning.

Hinn 28 ára Borini hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir AC Milan á þessu tímabili.

Hellas Verona hefur farið vel af stað á tímabilinu, er með sex sigurleiki í sautján leikjum í ítölsku A-deildinni og er í 11. sæti.
Athugasemdir
banner
banner