Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. janúar 2020 12:17
Elvar Geir Magnússon
Ekki hægt að kalla Smalling úr láni
Meiðslavandræði hjá Man Utd
Chris Smalling.
Chris Smalling.
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Norwich í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en meiðsli herja á varnarmenn United.

Harry Maguire er meiddur á mjöðm eins og greint var frá í gær.

Phil Jones spilaði við hlið Victor Lindelöf í tapinu gegn Manchester City en var kominn með slæman krampa í lok leiksins.

Axel Tuanzebe, Marcos Rojo og Eric Bailly eru á meiðslalista liðsins.

Ef horft er til unglingaliðsins þá spilaði Di'Shon Bernard, 19 ára varnarmaður, sinn fyrsta aðalliðsleik í tapi gegn Astana í Evrópudeildinni í nóvember en spurning er hvort Ole Gunnar Solskjær treysti honum strax í úrvalsdeildarleik.

Miðjumaðurinn Nemanja Matic gæti leyst af í hjarta varnarinnar en United er þegar fáliðið á miðsvæðinu með Paul Pogba og Scott McTominay á meiðslalistanum.

Á ýmsum samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn Manchester United stungið upp á því að Chris Smalling, sem er á láni hjá Roma á Ítalíu, verði kallaður til baka. Smalling hefur leikið vel hjá Roma.

Simon Stone, íþróttafréttamaður BBC, segir að það sé þó ekki mögulegt að kalla Smalling til baka núna. Lánssamningurinn sé út tímabilið og engin klásúla um að hann geti farið fyrr til United.
Athugasemdir
banner
banner