Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. febrúar 2019 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugmaðurinn ekki enn fundinn - Söfnun hafin
David Ibbotson.
David Ibbotson.
Mynd: Gofundme
Mánudaginn 21. janúar hvarf flugvél á leið frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Wales af ratsjám. Innanborðs voru Emiliano Sala, sóknarmaður sem var nýbúinn að skrifa undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Cardiff, og flugmaðurinn David Ibbotson.

Í vikunni fundust líkamsleifar Sala.

Líkamsleifar Ibbotson hafa ekki fundist enn. Aðstæður eru ekki góðar og hefur leit verið hætt í bili. Fjölskylda Ibbotson ætlar ekki að gefast upp og hefur sett af stað söfnun í von um að leit verði haldið áfram.

„Við getum ekki afborið það að hann sé einn, við verðum að fá hann heim svo við getum lagt hann til hinstu hvílu," segir á síðu söfnunarinnar.

Smelltu hér til að fara á síðu söfnunarinnar sem fjölskylda Ibbotson hefur sett saman.

Fjölskylda Sala kallar eftir því að leit verði haldið áfram að Ibbotson.

„Við viljum þakka ykkur fyrir alla ykkar hlýju og stuðning í gegnum þennan erfiðasta tíma í okkar lífi. Þökk sé ykkur getum við nú syrgt bróður okkar, son okkar," sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldu Sala.

„Við hugsum til David Ibbotson og fjölskyldu hans. Við vonum að yfirvöld geri sitt besta til að finna hann."
Athugasemdir
banner
banner