Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. febrúar 2019 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Tuchel um Cavani: Auðvitað er ég áhyggjufullur
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, þjálfari PSG, segist vera áhyggjufullur eftir að Edinson Cavani þurfti að fara meiddur af velli í kvöld.

Edinson Cavani skoraði eina mark leiksins þegar PSG tók á móti Bordeaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Markið kom úr vítaspyrnu á 42. mínútu leiksins en það var nánast það síðasta sem að Cavani gerð í leiknum vegna þess að hann var tekinn útaf í hálfleik vegna meiðsla. Talað er um að Cavani hafi meiðst á læri.

„Þetta eru ekki góðar fréttir. Sem betur fer er þetta ekki stærsti vöðvinn en þetta er nálægt honum. Við þurfum að bíða og sjá. Ég er ekki búinn að heyra í Cavani eftir leikinn."

„Það er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti til um það hvort að hann nái leiknum gegn United. Auðvitað er maður áhyggjurfullur þegar svona gerist. Ég á ekki annan Cavani eða annan Neymar á bekknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner