Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. mars 2020 17:30
Fótbolti.net
Fer Telma Ívarsdóttir í Þrótt?
Telma var fyrirliði Augnabliks í sumar. Hún er nú orðuð við nýliða Þróttar.
Telma var fyrirliði Augnabliks í sumar. Hún er nú orðuð við nýliða Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir hefur verið orðuð við nýliða Þróttar í Pepsi Max-deildinni að undanförnu. Félagaskipti Írisar Daggar Gunnarsdóttur ýta undir þær sögusagnir en hún stóð í markinu hjá Blikum í Lengjubikarnum gegn Val á dögunum í fjarveru Sonnýjar Láru Þráinsdóttur.

„Ég held að það styttist nú í að Sonný komi til baka en mér fannst þessi félagaskipti nokkuð óvænt. Ég verð að viðurkenna það. Það er spurning hvort hún sé bara þarna til að redda þeim eða hvort hún sé komin til að taka slaginn,“ velti Lilja Dögg Valþórsdóttir fyrir sér á Heimavellinum.

„Blikar hafa auðvitað átt tvo öfluga varamarkmenn. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir mun fara á láni til Keflavíkur í sumar og orðið á götunni er að Telma Ívarsdóttir, sem hefur líka verið til vara, muni ganga til liðs við Þrótt og veita Friðriku Arnardóttur samkeppni um markmannsstöðuna. Þá vantar einhverja í samkeppni við Sonný og þetta gæti verið lausnin. Nokkuð góð lausn fyrir alla málsaðila myndi ég halda“, sagði Mist Rúnarsdóttir.
Heimavöllurinn - Varnarsinnuð vonbrigði
Athugasemdir
banner