Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. apríl 2019 11:13
Elvar Geir Magnússon
Candreva kemur í veg fyrir að ung stúlka fái túnfisk í skólanum
Mynd: Getty Images
Antonio Candreva, leikmaður Inter, lætur gott af sér leiða.

Ítalskir fjölmiðlar fjölluðu um unga stúlku sem brast í grát í skóla nálægt Verona þar sem hún fékk kex og túnfisk í matinn.

Stelpan kemur úr fátækri innflytjendafjölskyldu og foreldrar hennar hafa ekki efni á að borga matarkostnað.

Starfsfólk skólans býður þeim krökkum sem ekki fá hefðbundna máltíð að fá sér kex og túnfisk í staðinn.

Fréttin fór um allt á samfélagsmiðlum og Candreva bauð fram aðstoð sína.

Góðverk Candreva skapaði pólitískar deilur en borgarstjórinn í Verona er úr stjórnmálaflokki sem er á móti innflytjendastefnu.

Candreva er 32 ára og á 54 landsleiki fyrir Ítalíu. Hann gekk í raðir Inter árið 2016 en þar á undan lék hann meðal annars fyrir Lazio.
Athugasemdir
banner
banner