Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. maí 2017 16:48
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars rekinn frá Breiðabliki (Staðfest)
Arnar á hliðarlínunni gegn Fjölni í gær.
Arnar á hliðarlínunni gegn Fjölni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur ákveðið að skipta um þjálfara en Arnar Grétarsson hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu.

Breiðablik tapaði 1-0 gegn Fjölni í gærkvöldi eftir að hafa tapað 3-1 gegn KA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

„Stjórn knattspyrnudeildar telur að þessi ákvörðun sé óhjákvæmleg í ljósi árangurs liðsins undanfarið misseri," segir í fréttatilkynningu frá Breiðabliki.

„Stjórnin vil þakka Arnari fyrir samstarf undangenginna ára og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Gengið verður frá ráðningu nýs þjálfara eins fljótt og kostur er."

Ekki er ljóst hver tekur við starfinu af Arnari en Logi Ólafsson er sá fyrsti til að vera orðaður við starfið.

Arnar tók við þjálfun Breiðabliks haustið 2014. Undir hans stjórn endaði liðið í 2. sæti Pepsi-deildarinnar 2015 og í 6. sæti í fyrra.

Arnar er fyrrum landsliðs og atvinnumaður en hann hafði starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá Club Brugge í Belgíu og AEK Aþenu í Grikklandi áður en hann tók við Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner