Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. maí 2022 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Óskar hrósaði stuðningsmönnum ÍA þrátt fyrir að hrækt hafi verið á hann
Óskar á hliðarlínunni og það sést í gula stuðningsmenn ÍA fyrir aftan.
Óskar á hliðarlínunni og það sést í gula stuðningsmenn ÍA fyrir aftan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Blika
Stuðningsmenn Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrækt var á Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, í leik liðsins gegn ÍA á laugardag. Varmannabekkur Breiðabliks var fyrir framan stuðningsmenn Skagamanna og fengu Blikar að finna fyrir munnvatni þeirra í seinni hálfleiknum.

Sjá einnig:
Hrákur á varamannabekk Blika og dósum kastað

Myndband af Óskari þurrka af sér hráku má sjá í spilaranum að neðan en þrátt fyrir hegðun Skagamanna þá hrósaði Óskar þeim í viðtali eftir leik.

Nokkrir úr stuðningsmannasveitinni Kópacabana mættu á Akranes og höfðu hátt. Studdu sitt lið og hjálpuðu því að landa sigri. Fréttaritari spurði Óskar út í stuðninginn.

„Stuðningurinn var til algjörar fyrirmyndar. Þetta var svolítið áframhald frá því hvernig hann var gegn FH í síðasta leik," sagði Óskar.

„Ég ætla líka að segja að stuðningsmenn Skagans voru líka frábærir. Það er bara frábært ef þetta heldur áfram. Það er rosalega gaman að vera í orkunni sem stuðningsmennirnir gefa, jafnvel þó að það séu stuðningsmenn andstæðinganna sem standa við skýlið okkar - það kemur samt orka frá þeim og gerir þetta ennþá skemmtilegra," sagði Óskar í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.


Lúxusvandamál sem menn skilja - „Verður ekkert mál held ég"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner