Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. júní 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Di Marzio nefnir tvö önnur félög sem vilja fá Jón Dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var greint frá því að ítalska félagið Lecce væri áfram með Jón Dag Þorsteinsson á sínu blaði. Landsliðsmaðurinn er farinn frá danska félaginu AGF eftir þrjú ár hjá félaginu en samningur hans við félagið rennur út í þessum mánuði.

Í síðasta mánuði var greint frá því að hollenska félagið Utrecht og belgíska félagið Antwerp hefðu einnig áhuga á Jóni Degi.

Ítalski blaðamaðurinn Gianluca di Marzio segir frá því á heimasíðu sinni í dag að tvö önnur félög vilji krækja í Jón Dag.

Það eru ítölsku félögin Venezia og Monza. Monza fór upp í Serie A í gegnum umspil í B-deildinni í vor. Venezia féll úr Serie A í vor.

Jón Dagur er í íslenska landsliðshópnum sem mætir San Marínó í vináttuleik í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner