Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. júlí 2019 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Slæmt tap hjá HB - Celtic í góðri stöðu
Heimir og hans lærisveinar í vondri stöðu eftir fyrri leikinn gegn HJK.
Heimir og hans lærisveinar í vondri stöðu eftir fyrri leikinn gegn HJK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átta leikir fóru fram í dag í forkeppni Meistaradeildarinnar. Um er að ræða fyrri viðureignir liðanna í 1. umferð keppninnar. Fyrr í dag vann Astana með Rúnar Má Sigurjónsson heimasigur en Kolbeinn Sigþórsson kom inn á í tapleik hjá AIK.

Í Finnlandi í kvöld mætti Heimir Guðjónsson með sitt lið, HB á heimavöll HJK.

Finnarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og náðu að bæta við þriðja markinu í seinni hálfleik.

Brynjar Hlöðversson kom inn á þegar tæplega tíu mínútur lifðu leiks. Rene Joensen sem kom til HB frá Grindavík á dögunum var ónotaður varamaður í leiknum.

Þá vann Celtic góðan 1-3 útisigur á FK Sarajevo í Bosníu eftir að hafa lent 1-0 undir.

Seinni viðureignir þessara liða fara fram í næstu viku. Á morgun fær Valur slóvenska liðið Maribor í heimsókn á Origo völlinn.

Nomme Kalju 0 - 1 Shkendija
0-1 Agim Ibraimi ('81 , víti)

HJK Helsinki 3 - 0 HB Torshavn
1-0 Lassi Lappalainen ('21 )
2-0 Daniel O'Shaughnessy ('42 )
3-0 Lassi Lappalainen ('66 )
Rautt spjald:Faith Friday Obilor, HJK Helsinki (Finland) ('31)

Sarajevo 1 - 3 Celtic
1-0 Mirko Oremus ('29 )
1-1 Michael Johnston ('35 )
1-2 Odsonne Edouard ('51 )
1-3 Scott Sinclair ('85 )

Dudelange 2 - 2 Valletta FC
1-0 Adel Bettaieb ('26 )
2-0 Dominik Stolz ('45 )
2-1 Packer ('64 )
2-2 Jean Borg ('70 )
Rautt spjald:Rowen Muscat, Valletta FC (Malta) ('89)

Suduva 0 - 0 Crvena Zvezda

TNS 2 - 2 Feronikeli
1-0 Greg Draper ('49 , víti)
2-0 Aeron Edwards ('77 )
2-1 Mevlan Zeka ('89 )
2-2 Astrit Fazliu ('90 , víti)
Athugasemdir
banner
banner