Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. júlí 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe áfram andlit FIFA tölvuleiksins
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, verður áfram andlit FIFA tölvuleiksins þegar ný útgáfa hans verður gefin út seinna á þessu ári.

Mbappe verður andlit FIFA 22, en hann var líka andlit FIFA 21.

Áður en Mbappe fékk giggið, þá voru Eden Hazard og Virgil van Dijk framan á leiknum. Fyrir það voru Cristiano Ronaldo, Marco Reus, Lionel Messi, Wayne Rooney, Kaka og fleiri góðir með starfið.

Mbappe er aðeins 22 ára en hann er einn besti fótboltamaður í heimi - án nokkurs vafa - þótt hann hafi átt erfitt Evrópumót með Frakklandi.

Það eru miklar vangaveltur um framtíð hans, en samningur hans við PSG rennur út á næsta ári. Hann getur farið frítt frá félaginu næsta sumar ef hann endursemur ekki.


Athugasemdir
banner
banner